EES til óþurftar Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusambandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskiptamógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðlum og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brüssel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskilmálum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu - bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg" og einnig þar sem þau eru það síður - og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild - þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu" veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu" úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun