Leikið var í Powerade-bikarkeppninni í körfubolta í kvöld. Tveir leikir voru í karlaflokki og tveir í kvennaflokki.
Það var mikil spenna í leik Þórs Akureyri og Stjörnunnar í karlaflokki en þar unnu Þórsarar fjögurra stiga sigur 98-94. Þá vann Njarðvík sigur á Breiðabliki 84-68.
Í kvennaflokki vann Grindavík sigur á Hamar 91-85 og Keflavík vann Snæfell 114-72.