Viðskipti erlent

Bjartsýni eftir nýjustu kaup Buffetts

Warren Buffett, einn af nýju stóru hluthöfunum í Goldman Sachs.
Warren Buffett, einn af nýju stóru hluthöfunum í Goldman Sachs. Mynd/AFP
Bandarískur hlutabréfamarkaður opnaði í plús í dag. Erlendir fjölmiðlar segja tilkynningu Goldman Sachs um kaup Berkshire Hathaway, fjárfestingafélagsins sem bandaríski auðjöfurinn Warren Buffett hefur stýrt með glans í rúm fjörutíu ár, skýra hækkunina að langmestu leyti. Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, er þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,12 prósent í byrjun dags en Nasdaq-vísitalan um 0,55 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×