Skallagrímur hefur fengið bandarískan leikmann í sínar raðir. Hann heitir Eric Bell en hann þekkir þjálfara liðsins, Ken Webb, mjög vel. Þeir voru saman í Noregi í tvö ár og spilaði Bell undir stjórn Webb.
Bell er 33 ára leikstjórnandi. Þá hefur fyrirliði Skallagríms, Pálmi Þór Sævarsson, skrifað undir nýjan tveggja ára samning. Frá þessu er greint á heimasíðu Skallagríms.