Refresco á sölulista Stoða í fjóra mánuði 17. desember 2008 00:01 Gluggað í reikningana. Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson glugga í reikninga Stoða á uppgjörsfundi. Drykkjarvöruframleiðandinn Refresco er meðal eigna félagsins sem ekki eru skráðar á markað. Markaðurinn/Anton „Hlutur Stoða í Refresco hefur verið í söluferli í fjóra mánuði, frá því áður en bankarnir hrundu,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, áður FL Group. Hann segir að samið hafi verið við fjárfestingarbankann Rothchild um að annast sölu á hlutnum. „Við vonumst til þess að samningar um sölu á 49 prósenta eignarhlut okkar í Refresco náist á næstunni.“ Þá sé ljóst að hrun íslensku bankanna og erfið staða Stoða hafi haft slæm áhrif á rekstur Refresco. „Því er brýnt að selja áður en skaðinn verður meiri,“ segir Júlíus. Hann bætir því við að kaupverðið á 49 prósenta hlut Stoða á sínum tíma hafi numið um 5,2 milljörðum króna, vorið 2006. Samkvæmt frétt Vísis nam kaupverðið 461 milljón evra, en þá voru skuldir teknar með og fleira. Hlutur Stoða er nú geymdur í félagi sem skráð er í Hollandi og heitir Ferskur Holding 2 B.V. Eigendur félagsins eru Stoðir, Vífilfell og Kaupþing. Félögin eiga saman 2.680.000 hluti í Refresco, eða um 80 prósent af heildinni. Vífilfell hefur ekki í hyggju að selja, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki hefur náðst í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Refresco námu eignir félagsins ríflega 611 milljónum evra. Þá námu skuldir félagsins ríflega 367 milljónum evra. Stærstur hluti skuldanna kom til vegna sambankaláns sem var tekið um það leyti sem FL Group keypti í félaginu. Það nam 260 milljónum evra og var tekið undir forystu FIH bankans, sem var í eigu Kaupþings. Stoðir eru enn í greiðslustöðvun og verða til 20. janúar. Félagið var stærsti eigandi Glitnis. Tilraunir félagsins til að selja Tryggingamiðstöðina (TM) fóru út um þúfur þegar veðhafinn, Landsbankinn, neitaði að ganga til samninga við Kaldbak. „Það kom okkur satt best að segja á óvart enda samþykkti stjórn Stoða einfaldlega hærra tilboðið af tveimur tilboðum sem höfðu borist,“ segir Júlíus. „Eftir sem áður er það vilji Stoða að selja TM, þetta er okkar stærsta eign og sala hennar myndi létta verulega á okkur,“ bætir hann við. „Vonandi gengur sala TM eftir sem fyrst í góðu samkomulagi við bankann.“ Stoðir eiga líka hlut í Landic Property, Royal Unibrew og Bayrock Group. Markaðir Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Hlutur Stoða í Refresco hefur verið í söluferli í fjóra mánuði, frá því áður en bankarnir hrundu,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, áður FL Group. Hann segir að samið hafi verið við fjárfestingarbankann Rothchild um að annast sölu á hlutnum. „Við vonumst til þess að samningar um sölu á 49 prósenta eignarhlut okkar í Refresco náist á næstunni.“ Þá sé ljóst að hrun íslensku bankanna og erfið staða Stoða hafi haft slæm áhrif á rekstur Refresco. „Því er brýnt að selja áður en skaðinn verður meiri,“ segir Júlíus. Hann bætir því við að kaupverðið á 49 prósenta hlut Stoða á sínum tíma hafi numið um 5,2 milljörðum króna, vorið 2006. Samkvæmt frétt Vísis nam kaupverðið 461 milljón evra, en þá voru skuldir teknar með og fleira. Hlutur Stoða er nú geymdur í félagi sem skráð er í Hollandi og heitir Ferskur Holding 2 B.V. Eigendur félagsins eru Stoðir, Vífilfell og Kaupþing. Félögin eiga saman 2.680.000 hluti í Refresco, eða um 80 prósent af heildinni. Vífilfell hefur ekki í hyggju að selja, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki hefur náðst í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Refresco námu eignir félagsins ríflega 611 milljónum evra. Þá námu skuldir félagsins ríflega 367 milljónum evra. Stærstur hluti skuldanna kom til vegna sambankaláns sem var tekið um það leyti sem FL Group keypti í félaginu. Það nam 260 milljónum evra og var tekið undir forystu FIH bankans, sem var í eigu Kaupþings. Stoðir eru enn í greiðslustöðvun og verða til 20. janúar. Félagið var stærsti eigandi Glitnis. Tilraunir félagsins til að selja Tryggingamiðstöðina (TM) fóru út um þúfur þegar veðhafinn, Landsbankinn, neitaði að ganga til samninga við Kaldbak. „Það kom okkur satt best að segja á óvart enda samþykkti stjórn Stoða einfaldlega hærra tilboðið af tveimur tilboðum sem höfðu borist,“ segir Júlíus. „Eftir sem áður er það vilji Stoða að selja TM, þetta er okkar stærsta eign og sala hennar myndi létta verulega á okkur,“ bætir hann við. „Vonandi gengur sala TM eftir sem fyrst í góðu samkomulagi við bankann.“ Stoðir eiga líka hlut í Landic Property, Royal Unibrew og Bayrock Group.
Markaðir Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira