Viðskipti erlent

Evrópskir markaðir smitast af uppsveiflu í Asíu

Sérfræðingar að störfum í Nasdaq-OMX kauphallarsamstæðunni í Kaupmannahöfn.
Sérfræðingar að störfum í Nasdaq-OMX kauphallarsamstæðunni í Kaupmannahöfn.
Hlutabréfamarkaðir víða um heim tóku vel við sér í kjölfar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja jafnvirði 586 milljarða Bandaríkjadala inn í hagkerfið til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar næst tvö ár. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fleiri telja aðgerðirnar geta haft jákvæð áhrif víða um heim. FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi hækkaði um tæp þrjú prósent í morgun en Cac-40 vísitalan í Frakkland fór upp um 3,9 auk þess sem Dax-vísitalan í Þýskalandi rauk upp um 3,8 prósent. Væn hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum en hlutabréfavísitölur í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og í Danmörku hafa almennt hækkað um tæp fjögur prósent. Helstu hlutabréfavísitölur í umsvifamestu kauphöllum Asíu fóru sömuleiðis upp um fimm prósent og meira í morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×