Beðið eftir stýrivaxtalækkun vestanhafs 15. desember 2008 21:49 Bandarískir miðlarar skoða gengið. Mynd/AP Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti. Væntingar fjárfesta um hugsanlega stýrivaxtalækkun annað kvöld vestanhafs virkaði hins vegar hvetjandi á móti og kom í veg fyrir dýfu, líkt og vefmiðillinn The Street bendir á. Meirihluti fjárfesta vestanhafs væntir þess að stýrivextir lækki um fimmtíu punkta. Verði það raunin verða stýrivextir í Bandaríkjunum einungis 0,5 prósent. Til samanburðar eru stýrivextir hér átján prósent. Þá er frekari tíðinda að vænta úr húsakynnum bandaríska seðlabankans, að sögn The Street. S&P 500-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,24 prósent og Dow Jones-vísitalan um 0,74 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti. Væntingar fjárfesta um hugsanlega stýrivaxtalækkun annað kvöld vestanhafs virkaði hins vegar hvetjandi á móti og kom í veg fyrir dýfu, líkt og vefmiðillinn The Street bendir á. Meirihluti fjárfesta vestanhafs væntir þess að stýrivextir lækki um fimmtíu punkta. Verði það raunin verða stýrivextir í Bandaríkjunum einungis 0,5 prósent. Til samanburðar eru stýrivextir hér átján prósent. Þá er frekari tíðinda að vænta úr húsakynnum bandaríska seðlabankans, að sögn The Street. S&P 500-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,24 prósent og Dow Jones-vísitalan um 0,74 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira