Fjárfestingarrisinn AIG, stærsta tryggingafyrirtæki heims, skipaði í gær Robert Willumstad, í stöðu forstjóra fyrirtækisins. Hann er jafnframt stjórnarformaður AIG. Martin Sullivan, fráfarandi forstjóri, yfirgaf skútuna eftir að fyrirtækið tapaði þrettán milljarða tapi á fyrri hluta árs. Þetta er mettap í sögu tryggingafyrirtækisins. Gengi bréfa í því hrunið um fjörtíu prósent frá áramótum.
Stærstur hluti tapsins liggur í afskriftum á svokölluðum undirmálslánum.
Fréttaveita Bloomberg segir hluthafa hafa verið orðna langþreytta á því sem þeir töldu aðgerðaleysi Sullivans og vildu nýjan mann í brúnna.
AIG keypti 90 prósenta hlut Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska símafyrirtækinu BTC, í ágúst í fyrra fyrir 127 milljarða króna.