Viðskipti erlent

Mikill vöxtur í farsímahluta Opera Software

Jón S. von Tetzchner, forstjóri Opera Software.
Jón S. von Tetzchner, forstjóri Opera Software. Mynd/Anton

Hagnaður norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software námu 17,7 milljónum norskra króna, jafnvirði um 270 milljóna íslenskra, á öðrum ársfjórðungi samanborið við 2,2 milljónir á sama tíma í fyrra.

Þá jukust tekjur fyrirtækisins á sama tíma. Þær námu 112,7 milljónum norskra króna en voru 74,3 milljónir á sama tíma í fyrra.

Opera Software býr til vafra fyrir tölvur, farsíma og hin ýmsu smátæki sem hægt er að tengja netinu, svo sem leikjatölvuna Wii frá Nintendo. Farsímavafra frá Opera er nú að finna í 100 milljón farsímum en notendur í júlí töldu 15,8 milljónir manna. Á sama tíma í fyrra voru notendur í mánuðinum einungis 3,5 milljónir. Þetta er vöxtur upp á 351 prósent á milli ára, að því er fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×