Umfjöllun: Grindavík ætlaði ekki í frí 13. apríl 2008 12:04 Grindvíkingurinn Jamaal Williams tekur hér Hlyn Bæringsson hálstaki í leik liðanna í Röstinni í gær. Víkurfréttir/Jón Björn Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira