Hlustar á Megas og Pearl Jam til að koma sér í gírinn 21. apríl 2008 13:43 Hlynur Bæringsson og félagar verða nauðsynlega að sigra í kvöld Mynd/Daniel Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira