Viðskipti erlent

Fjárfestar kátir beggja vegna Atlantsála

Fjárfestar á Wall Street í dag.
Fjárfestar á Wall Street í dag. Mynd/AP

Fjárfestar kættust mjög víða um heim í dag vegna frétta um aðgerðir stjórnvalda beggja vegna Atlantsála að koma efnahagslífinu á réttan kjöl.

Á meðal helstu aðgerða stjórnvalda í Bandaríkjunum er að verja tuttugu milljörðum dala til kaupa á forgangshlutabréfum risabankans Citigroup, taka ábyrgð á 300 milljörða skuldbindinga og kynna til aðgerðir til að lækka rekstrarkostnað bankans. Uppsagnir þúsunda starfsfólks er þar engiin undantekning.

Gengi bréfa í Citigroup rauk upp um rúm 57,8 prósent á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag.

Þá kynnti breska ríkisstjórnin í dag aðgerðir til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl með tuttugu milljarða punda innspýtingu, lækkun skatta og hækkun hátekjuskatts.

FTSE-vísitalan í Bretlandi rauk upp um 9,84 prósent í dag og hafði hún aldrei hækkað meira.

Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 4,7 prósent og Nasdaq-vísitalan um sex prósent. Þá rauk S&P 500 vísitalan upp um 6,22 prósent.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×