Viðskipti innlent

Í daglegri skoðun

Fjármálaeftirlitið metur daglega stöðu fjármálafyrirtækja Kauphallarinnar. 
Markaðurinn/GVA
Fjármálaeftirlitið metur daglega stöðu fjármálafyrirtækja Kauphallarinnar. Markaðurinn/GVA
Svo gæti verið að viðskipti hefjist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um bankaheiminn í gær.

Viðskipti voru stöðvuð með bréf í félögunum þremur eftir ríkisvæðingu bankanna þriggja 6. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef Kauphallarinnar sama dag sagði ákvörðunina tekna til að vernda jafnræði fjárfesta. Fyrr um morguninn voru þau, ásamt bréfum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, sett á athugunarlista vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta.

Fjármálaeftirlitið tekur ákvörðun um það hvenær viðskipti hefjast á ný með hlutabréf fjármálafyrirtækjanna. „Staða þeirra er metin á hverjum degi," segir Úrsúla Ingvarsdóttir, talsmaður Fjármálaeftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×