Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 12:04 Cedric Isom, leikmaður Þórs, verður áfram í herbúðum félagsins sama hvað. Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi." Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi."
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira