Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 12:04 Cedric Isom, leikmaður Þórs, verður áfram í herbúðum félagsins sama hvað. Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi." Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi."
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira