Viðskipti erlent

Paulson og Bernanke: Nauðsynlegt að grípa til aðgerða

Fjármálaráðherrann og seðlabankastjórinn fyrir bankamálanefndinni bandarísku í dag.
Fjármálaráðherrann og seðlabankastjórinn fyrir bankamálanefndinni bandarísku í dag. Mynd/AP
„Björgunaraðgerðir stjórnvalda munu kosta bandaríska skattgreiðendur mun minna en eftir ekkert hefði verið gert,“ sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra í þingvitnaleiðslu fyrir bankamálanefnd bandaríska þingsins í dag. Þar gerði hann grein fyrir verðfalli á fjármálamörkuðum og þrengingum á fasteignamarkaði vestra ásamt Ben Bernanke, seðlabankastjóra landsins og Christopher Cox, forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins. Þá sagði Paulsons brýnt að koma frumvarpi um björgunaraðgerðirnar í gegnum bandaríska þingið. Bernanke studdi aðgerðir stjórnvalda og benti á mikið hagræði þess fyrir alla aðila að kaupa undirmálslán fjármálafyrirtækja vestanhafs. „Við verðum að grípa til aðgerða gegn annarri bólumyndun og fjáraustri í öðrum geirum,“ sagði Paulson ennfremur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×