Línur skýrist á fyrri hluta komandi árs 31. desember 2008 00:01 Jón Sigurðsson, sem er forstjóri Össurar, segir að eigi hér á landi að starfa og hafa höfuðstöðvar stór alþjóðleg fyrirtæki á borð við Össur og Marel og bankana áður þá verði landið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Hann segir einhliða upptöku annarrar myntar gagnslitla. Markaðurinn/GVA Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, stendur fyrir það sem farsæll stjórnandi á að gera. Allar ákvarðanir sem hann tekur aðlagar hann að stefnu fyrirtækisins til langs tíma gagnstætt því sem algengt er á Íslandi. Hann fer ekki hátt með himinskautum þegar vel gengur en stendur í lappirnar þegar blæs í móti. Össur er að skila einu besta ári í sögunni mitt í kreppunni á grundvelli langtímastefnu sem er til mikillar fyrirmyndar. Aukinheldur þykir Jón með betri yfirmönnum og helst vel á lykilfólki. Jón Sigurðsson er viðskiptamaður ársins að mínu mati,“ segir einn af álitsgjöfum Markaðarins, enda fór það svo að Jón varð fyrir valinu. Í umsögnum kemur einnig fram að Jón hafi lagt mikla áherslu á gildi og hugmyndafræði í uppbyggingu fyrirtækisins þar sem saman fer góður árangur og viðleitnin til að láta gott af sér leiða vegna eðlis þeirrar vöru og þjónustu sem Össur hafi að bjóða. Þá hafi frammistaða Ólympíufaranna sem nýti sér stoðtæki Össurar verið frábær. Jón er þó sjálfur hógvær að vanda þegar að því kemur að meta eigin stöðu og fyrirtækisins í ljósi þessa vals á manni ársins í viðskiptalífinu 2008. „Kannski er orðið fátt um fína drætti á þessum síðustu og verstu tímum,“ gantast hann, en kveðst um leið ánægður með að hafa orðið fyrir valinu. „Við erum ánægð með stöðu og þróun fyrirtæksins og þann árangur sem náðst hefur.“ Finna lítið fyrir kreppunniStoltur með framleiðsluna Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, heldur hér á einum af gervilimum fyrirtækisins. Hann segir gleymast að þótt Össur sé í fremstu röð í vöruþróun og rannsóknum komi megnið af tekjunum frá framleiðslu sem kannski vekji ekki jafnmikla eftirtekt. Markaðurinn/GVAJón segir langtímaárangur hins vegar skipta mestu máli fyrir Össur. „Við fylgjum fastri stefnu og þessi áföll sem núna ríða yfir heiminn breyta henni ekki í raun. Eðlilega mun þó ytri vöxtur væntanlega minnka, en það hefur ekki bein áhrif á rekstur fyrirtækisins. Össur er vel fjármagnað fyrirtæki og við erum að greiða niður skuldir. Greiðsluflæðið er mjög sterkt og það er jú það sem skiptir máli í árferði sem þessu,“ segir Jón, en kveðst þó tæpast trúa því að samdráttur í heiminum í kjölfar áfalla í fjármálaheiminum muni engin áhrif hafa á fyrirtækið. „Við erum jú í alheimskreppu, en um leið er alveg ljóst að við finnum minna fyrir þessu en flestir aðrir.“ Hann bendir á að landfræðilega sé starfsemi Össurar mjög dreifð, en fyrirtækið starfar í einum fjórum heimsálfum, Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Eyjaálfu, auk þess sem fyrirtækið búi að mjög dreifðri vörulínu. „Hins vegar er þetta allt inni á sama markað, en nánast allar okkar vörur eru gegn um endurgreiðslukerfi af einhverju tagi. Notendur borga fyrir mjög lítinn hluta af vörum okkar, heldur eru það fremur tryggingafélög eða ríkisstjórnir sem greiða, eða endurgreiða sjúklingum kostnað.“ Þá segir Jón að þótt Össur standi í fremstu röð í framþróun á sviði stoðtækja þá standi sala fyrirtækisins ekki og falli með nýjustu og dýrustu tækni. Ef gripið er til líkinga úr bílamáli þá er „Porche“ ekki nema lítill hluti vörulínunnar. „Það vill gleymast í umræðunni. Þótt „Porchinn“ sé á forsíðunum þá er 90 prósent af vörulínu fyrirtækisins eitthvað annað.“ Veruleg vandkvæði fyrir alþjóðafyrirtæki hérJón hefur hins vegar greinilega meiri áhyggjur af þróun mála hér heima fyrir hvað varðar rekstrarumhverfi stærri fyrirtækja eftir nýliðna atburði í efnahagslífi þjóðarinnar. „Að mörgu leyti höfum við verið mjög ánægð með umhverfið sem Össuri hefur hér verið búið. Skattar eru lágir á fyrirtæki og stjórnvöld hafa á margan hátt sýnt atvinnulífinu skilnins. En núna er hins vegar svo komið að það er verulegum vandkvæðum bundið að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi.“ Þar segir hann aðallega koma til áhrif af gengiskreppunni, en ekki megi gleymast að yfir 40 prósent hluthafa Össurar séu erlendir. „Þeir eru núna brunnir inni með sína fjármuni hér á Íslandi og vita í rauninni ekki sitt rjúkandi ráð. Það er okkar helsta áskorun um þessar mundir,“ segir Jón og bætir við að þar ofan á bætist að þótt fyrirtækið eigi nú um margt gott samstarf við Nýja Kaupþing þá sé óvíst að sá banki geti verið aðalbanki fyrirtækisins þegar til lengri tíma sé litið. „En svo getur líka vel verið að bankinn stækki, en það verður að koma í ljós.“ Á fyrri hluta næsta árs telur Jón að þurfi að liggja fyrir hvaða umhverfi fyrirtækjum á borð við Össur verði boðið upp á hér á landi. Hann segir ljóst að fyrirtæki sem hafi megnið af starfsemi sinni utan landsteinanna ekki fá búið við núverandi ástand og bendir á að innan við hálft prósent af tekjum Össurar eigi uppruna sinn innanlands. „Slík starfsemi getur ekki farið fram í landi þar sem gjaldeyrishöft eru jafnvíðfem og á Íslandi í dag,“ segir hann, en kveðst þó ekki vilja deila á setningu gjaldeyrishaftanna sem sjálfsagt hafi verið nauðsynleg í ljósi aðstæðna. Össur þarf aðra mynt„Ég held það sé hins vegar alveg ljóst að við verðum að tengjast einhverju stærra gjaldmiðlasvæði og þar tel ég evruna vera eina kostinn,“ segir Jón og telur að að öðrum kosti muni fyrirtæki sem séu alþjóðleg í eðli sínu fara úr landi. „Nú er ég ekki að spá því að við munum gera það og vona að til þess muni ekki koma. Við höfum náttúrulega einhvern aðlögunartíma og þótt útlitið sé svart núna þá held ég að við komumst fyrr út úr þessu ástandi en við gerum okkur grein fyrir.“ Þegar árið 2003 segir Jón að Össur hafi farið fram á að fá að skrá hlutabréf sín í erlendum gjaldmiðli, en það leyfi hafi hingað til ekki fengist og sé það mjög miður. „Það er erfitt að benda á einn umfram annan sem staðið hafi á móti því. Þetta hefur hins vegar alltaf verið eins og að berjast við tvíhöfða þurs að fást við kerfið í þessu máli. Við hins vegar mættum miklum skilningi stjórnvalda þegar að því koma að gera upp í erlendri mynt og áttu að ég tel mestar þakkir skildar þar Valgerður Sverrisdóttir og Geir Haarde. Þegar hins vegar kom að því að færa hlutafé í erlendri mynt svo fyrirtækin mættu vera hér til langs tíma þá mætti það ekki skilningi, hverju sem sætir.“ Gjaldmiðillinn er hins vegar að mati Jóns helsti ásteytingarsteinninn í að skapa fyrirtækjum með alþjóðlegan rekstur ásættanlegt rekstrarumhverfi hér á landi. „Nú vitum við ekki hvað við komumst hratt út úr þessari gjaldeyriskreppu,“ segir hann og telur að ástandið hafi kastað mikilli rýrð á Ísland sem vænlegt land til fjárfestinga. „Taka mun mörg ár að komast út úr því og verður erfiðara að fá erlenda fjárfesta að íslensku atvinnulífi nema að til komi ákveðin stefnumótun í hvernig við ætlum að haga hér málum í framtíðinni, svo sem ef fyrir lægi ákvörðun um að taka hér upp evru og ganga í Evrópusambandið.“ Erum rík og sveltum ekkiÞá er Jón vantrúaður á að hægt verði að leysa úr gjaldeyrisvanda þjóðarinnar öðru vísi en með samningaleiðinni. „Ég er náttúrulega enginn sérfræðingur, en á erfitt með að sjá að við getum tekið hér einhliða upp aðra mynt, án þess að tengjast með myntsamráði með formlegum hætti. Gjaldmiðill er náttúrulega ekki annað en lítið skuldabréf á stjórnvöld viðkomandi lands og erfitt að sjá að hægt verði að koma bakdyramegin inn í gjaldeyrissamband. Hugsanlega væri hægt að taka upp dollar, en það þýðir þá að við höfum ekkert á bak við okkur.“ Jón telur jafnframt að minni gjaldmiðlar komi til með að eiga undir högg að sækja og bendir á að núna halli á stærri gjaldmiðla en krónuna, svo sem breska pundið og svissneska frankann. „Samt er allt betra en krónan,“ segir hann kankvís. Dæmi einhliða upptöku Svartfjallalands á evru segir Jón vera slæmt. „Svartfjallaland var að brotna undan annarri ríkisheild og af pólitískum ástæðum vildu þeir ekki vera í myntsamstarfi við þá sem þeir álitu kúgara sína fyrrverandi. Þá blandast í að þeir voru búnir að taka að einhverju leyti upp þýska markið og kemur þar líka inn ákveðinn sameiginleg sektarkennd Evrópusambandsins vegna ástandsins á Balkanskaganum yfir höfuð. Að bera þetta saman við Ísland, sem þrátt fyrir allt er þróað hagkerfi þar sem býr rík þjóð. Það hefur enginn samúð með okkur hvað það varðar. Við sveltum ekki og höfum það ágætt þannig lagað.“ Jóni þykir því tal um einhliða upptöku annarrar myntar vera til að drepa málum á dreif, en áréttar um leið að vitanlega tali hann um þessi mál út frá þröngum hagsmunum þeirra fáu fyrirtækja hér á landi sem talist geta alþjóðleg. „Til lengri tíma litið munu þessi félög fara úr landi, þótt það verði ekki alveg á næstunni. En núna eigum við eftir að sjá hvernig þessi gjaldeyrishöft munu leika okkur.“ Hvað næsta ár varðar kveðst Jón vera nokkuð bjartsýnn. „Spurningin er hversu stór og þung þessi alþjóðakreppa verður. Við teljum okkur hjá Össuri hafa einna besta möguleika á að komast frá henni eins ósködduð og hægt er. Fjárhagur félagsins er góður, greiðsluflæði mikið og hagnaður góður,“ segir Jón og leggur sérstaka áherslu á orðið „góður“ í þessu samhengi. „Það er hugtak sem við ættum kannski að temja okkur í meira mæli í framtíðinni og velta fyrir okkur hvaðan hagnaðurinn er kominn. Enskurinn talar um quality of earnings, eða gæði hagnaðarins, hvort hann byggi á traustum grunni.“ Þótt Össur hafi líka hagnast á eignasölu þá segir Jón langmestan hluta hagnaðarins til kominn af sölu á þeim varningi sem fyrirtækið þrói sjálft og framleiði. „Þessa hluti tekur langan tíma að þróa og langan tíma tekur að byggja upp markaði. Þar af leiðandi tekur vonandi langan tíma að missa það aftur. Þarna spretta gæðin og gæði félagsins. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Jón og vitnar í visku viðskiptajöfra vestanhafs sem haft hafa eftirfarandi á orði: Overnight success takes about ten years. „Og þannig á þetta að vera,“ segir hann. Samþjöppun fyrirséðÖssur starfar í samkeppnisumhverfi, en Jón segir fyrirtækið næststærst í framleiðslu stoðtækja, en í þriðja til fjórða sæti hvað stuðningstæki varði. „Það á hins vegar mikil samþjöppun eftir að eiga sér stað á þessum markaði. Hún hefur náttúrlega staðnað núna og gerir það meðan þessi fjármálakreppa varir, en svo heldur hún áfram og við verðum vel í stakk búin til að taka þátt í henni þegar tekur að hægjast um á fjármálamörkuðum.“ Hann segir hins vegar ljóst að nokkur tími muni líða þar til þetta ferli hefst á ný, jafnvel tvö ár. „En okkur liggur í sjálfu sér ekkert á. Við erum með fínt fyrirtæki og gengur ágætlega og búum okkur bara undir komandi tíð.“ Fyrirtækið er líkt og áður segir með starfsemi sína nokkuð dreifða um heiminn og segir Jón engra stórbreytinga að vænta. Hann segir þó verið að hagræða í framleiðsluferlinu. „Við erum á óþægilega mörgum stöðum, sem kemur af öllum þessum fyrirtækjakaupum og erum að samhæfa þennan rekstur eins hratt og við treystum okkur til gagnvart kostnaði, því hann er allnokkur þótt sparnaður komi á móti. En auðvitað þarf að gera þetta allt í réttri röð.“ Þannig segir hann efnahagskreppu heimsins á nokkurn hátt vinna með fyrirtækinu sem sinnt geti innri málum án þess að þurfa að slást í miklum yfirtökum og samrunum á meðan. „Okkur veitir ekkert af þessu andrými og við nýtum það bara vel.“ Hvað skuldastöðu varðar segir Jón Össur vera í ágætri stöðu og vafamál hvort eftirsóknarvert sé fyrir fyrirtæki í rekstri að greiða niður allar sínar skuldir. „Ætli við værum ekki í um þrjú ár að greiða niður allar okkar skuldir,“ segir hann og tekur undir að vissulega sé það um margt öfundsverð staða að geta greitt niður skuldir sínar á ekki lengri tíma. „En í þessari stöðu þurfa fyrirtæki náttúrlega að vera. Þótt menn geti endalaust fengið lán þá er ekki víst að endilega sé rétt að gera það.“ Össur er útrásarvíkingurÚtrásarvíkingur er nokkurs konar skammaryrði um þessar mundir eftir hrakfarir bankanna og sumra fjárfestingarfyrirtækja sem farið hafa mikinn á síðustu árum. Fyrirtæki á borð við Össur og Marel og forsvarsmenn þeirra hljóta samt líka að falla í þennan flokk útrásarvíkinga og því samsinnir forstjóri Össurar. „Ég hef samt aldrei skilið þessa svokölluðu útrás, í sjálfu sér. Við erum bara í viðskiptum og sinnum þeim þar sem þau eru hagkvæm innan okkar markaðar. Út úr þeim markaði höfum við aldrei farið, þekkjum hann út og inn og ætlum okkur ekki annars staðar að vera.“ Jón segir útrás sem slíka aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér hjá Össuri og vissulega væri þæglegra að geta bara verið í Reykjavík og losnað við þau miklu ferðalög og annað umstang sem fylgir alþjóðlegum umsvifum. „Það er hins vegar ágætt að halda því hér til haga að við höfum notið þess að gamla Kaupþing var okkar banki og studdi við okkur með ráðum og dáð. Af þeim banka er mikil eftirsjá fyrir okkur og við verðum að koma okkur upp öðrum bandasamböndum. Margt var mjög vel gert og þyngra en tárum taki hvernig fór. Hina bankana þekki ég ekki og legg ekki mat á þá, en Kaupþing held ég hafi verið mjög góður banki, þótt kannski séu fáir sem sjá það núna. Bankinn á hins vegar bæði þakkir og heiður skilinn fyrir að standa dyggilega við bakið á okkur.“ Markaðir Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, stendur fyrir það sem farsæll stjórnandi á að gera. Allar ákvarðanir sem hann tekur aðlagar hann að stefnu fyrirtækisins til langs tíma gagnstætt því sem algengt er á Íslandi. Hann fer ekki hátt með himinskautum þegar vel gengur en stendur í lappirnar þegar blæs í móti. Össur er að skila einu besta ári í sögunni mitt í kreppunni á grundvelli langtímastefnu sem er til mikillar fyrirmyndar. Aukinheldur þykir Jón með betri yfirmönnum og helst vel á lykilfólki. Jón Sigurðsson er viðskiptamaður ársins að mínu mati,“ segir einn af álitsgjöfum Markaðarins, enda fór það svo að Jón varð fyrir valinu. Í umsögnum kemur einnig fram að Jón hafi lagt mikla áherslu á gildi og hugmyndafræði í uppbyggingu fyrirtækisins þar sem saman fer góður árangur og viðleitnin til að láta gott af sér leiða vegna eðlis þeirrar vöru og þjónustu sem Össur hafi að bjóða. Þá hafi frammistaða Ólympíufaranna sem nýti sér stoðtæki Össurar verið frábær. Jón er þó sjálfur hógvær að vanda þegar að því kemur að meta eigin stöðu og fyrirtækisins í ljósi þessa vals á manni ársins í viðskiptalífinu 2008. „Kannski er orðið fátt um fína drætti á þessum síðustu og verstu tímum,“ gantast hann, en kveðst um leið ánægður með að hafa orðið fyrir valinu. „Við erum ánægð með stöðu og þróun fyrirtæksins og þann árangur sem náðst hefur.“ Finna lítið fyrir kreppunniStoltur með framleiðsluna Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, heldur hér á einum af gervilimum fyrirtækisins. Hann segir gleymast að þótt Össur sé í fremstu röð í vöruþróun og rannsóknum komi megnið af tekjunum frá framleiðslu sem kannski vekji ekki jafnmikla eftirtekt. Markaðurinn/GVAJón segir langtímaárangur hins vegar skipta mestu máli fyrir Össur. „Við fylgjum fastri stefnu og þessi áföll sem núna ríða yfir heiminn breyta henni ekki í raun. Eðlilega mun þó ytri vöxtur væntanlega minnka, en það hefur ekki bein áhrif á rekstur fyrirtækisins. Össur er vel fjármagnað fyrirtæki og við erum að greiða niður skuldir. Greiðsluflæðið er mjög sterkt og það er jú það sem skiptir máli í árferði sem þessu,“ segir Jón, en kveðst þó tæpast trúa því að samdráttur í heiminum í kjölfar áfalla í fjármálaheiminum muni engin áhrif hafa á fyrirtækið. „Við erum jú í alheimskreppu, en um leið er alveg ljóst að við finnum minna fyrir þessu en flestir aðrir.“ Hann bendir á að landfræðilega sé starfsemi Össurar mjög dreifð, en fyrirtækið starfar í einum fjórum heimsálfum, Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Eyjaálfu, auk þess sem fyrirtækið búi að mjög dreifðri vörulínu. „Hins vegar er þetta allt inni á sama markað, en nánast allar okkar vörur eru gegn um endurgreiðslukerfi af einhverju tagi. Notendur borga fyrir mjög lítinn hluta af vörum okkar, heldur eru það fremur tryggingafélög eða ríkisstjórnir sem greiða, eða endurgreiða sjúklingum kostnað.“ Þá segir Jón að þótt Össur standi í fremstu röð í framþróun á sviði stoðtækja þá standi sala fyrirtækisins ekki og falli með nýjustu og dýrustu tækni. Ef gripið er til líkinga úr bílamáli þá er „Porche“ ekki nema lítill hluti vörulínunnar. „Það vill gleymast í umræðunni. Þótt „Porchinn“ sé á forsíðunum þá er 90 prósent af vörulínu fyrirtækisins eitthvað annað.“ Veruleg vandkvæði fyrir alþjóðafyrirtæki hérJón hefur hins vegar greinilega meiri áhyggjur af þróun mála hér heima fyrir hvað varðar rekstrarumhverfi stærri fyrirtækja eftir nýliðna atburði í efnahagslífi þjóðarinnar. „Að mörgu leyti höfum við verið mjög ánægð með umhverfið sem Össuri hefur hér verið búið. Skattar eru lágir á fyrirtæki og stjórnvöld hafa á margan hátt sýnt atvinnulífinu skilnins. En núna er hins vegar svo komið að það er verulegum vandkvæðum bundið að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi.“ Þar segir hann aðallega koma til áhrif af gengiskreppunni, en ekki megi gleymast að yfir 40 prósent hluthafa Össurar séu erlendir. „Þeir eru núna brunnir inni með sína fjármuni hér á Íslandi og vita í rauninni ekki sitt rjúkandi ráð. Það er okkar helsta áskorun um þessar mundir,“ segir Jón og bætir við að þar ofan á bætist að þótt fyrirtækið eigi nú um margt gott samstarf við Nýja Kaupþing þá sé óvíst að sá banki geti verið aðalbanki fyrirtækisins þegar til lengri tíma sé litið. „En svo getur líka vel verið að bankinn stækki, en það verður að koma í ljós.“ Á fyrri hluta næsta árs telur Jón að þurfi að liggja fyrir hvaða umhverfi fyrirtækjum á borð við Össur verði boðið upp á hér á landi. Hann segir ljóst að fyrirtæki sem hafi megnið af starfsemi sinni utan landsteinanna ekki fá búið við núverandi ástand og bendir á að innan við hálft prósent af tekjum Össurar eigi uppruna sinn innanlands. „Slík starfsemi getur ekki farið fram í landi þar sem gjaldeyrishöft eru jafnvíðfem og á Íslandi í dag,“ segir hann, en kveðst þó ekki vilja deila á setningu gjaldeyrishaftanna sem sjálfsagt hafi verið nauðsynleg í ljósi aðstæðna. Össur þarf aðra mynt„Ég held það sé hins vegar alveg ljóst að við verðum að tengjast einhverju stærra gjaldmiðlasvæði og þar tel ég evruna vera eina kostinn,“ segir Jón og telur að að öðrum kosti muni fyrirtæki sem séu alþjóðleg í eðli sínu fara úr landi. „Nú er ég ekki að spá því að við munum gera það og vona að til þess muni ekki koma. Við höfum náttúrulega einhvern aðlögunartíma og þótt útlitið sé svart núna þá held ég að við komumst fyrr út úr þessu ástandi en við gerum okkur grein fyrir.“ Þegar árið 2003 segir Jón að Össur hafi farið fram á að fá að skrá hlutabréf sín í erlendum gjaldmiðli, en það leyfi hafi hingað til ekki fengist og sé það mjög miður. „Það er erfitt að benda á einn umfram annan sem staðið hafi á móti því. Þetta hefur hins vegar alltaf verið eins og að berjast við tvíhöfða þurs að fást við kerfið í þessu máli. Við hins vegar mættum miklum skilningi stjórnvalda þegar að því koma að gera upp í erlendri mynt og áttu að ég tel mestar þakkir skildar þar Valgerður Sverrisdóttir og Geir Haarde. Þegar hins vegar kom að því að færa hlutafé í erlendri mynt svo fyrirtækin mættu vera hér til langs tíma þá mætti það ekki skilningi, hverju sem sætir.“ Gjaldmiðillinn er hins vegar að mati Jóns helsti ásteytingarsteinninn í að skapa fyrirtækjum með alþjóðlegan rekstur ásættanlegt rekstrarumhverfi hér á landi. „Nú vitum við ekki hvað við komumst hratt út úr þessari gjaldeyriskreppu,“ segir hann og telur að ástandið hafi kastað mikilli rýrð á Ísland sem vænlegt land til fjárfestinga. „Taka mun mörg ár að komast út úr því og verður erfiðara að fá erlenda fjárfesta að íslensku atvinnulífi nema að til komi ákveðin stefnumótun í hvernig við ætlum að haga hér málum í framtíðinni, svo sem ef fyrir lægi ákvörðun um að taka hér upp evru og ganga í Evrópusambandið.“ Erum rík og sveltum ekkiÞá er Jón vantrúaður á að hægt verði að leysa úr gjaldeyrisvanda þjóðarinnar öðru vísi en með samningaleiðinni. „Ég er náttúrulega enginn sérfræðingur, en á erfitt með að sjá að við getum tekið hér einhliða upp aðra mynt, án þess að tengjast með myntsamráði með formlegum hætti. Gjaldmiðill er náttúrulega ekki annað en lítið skuldabréf á stjórnvöld viðkomandi lands og erfitt að sjá að hægt verði að koma bakdyramegin inn í gjaldeyrissamband. Hugsanlega væri hægt að taka upp dollar, en það þýðir þá að við höfum ekkert á bak við okkur.“ Jón telur jafnframt að minni gjaldmiðlar komi til með að eiga undir högg að sækja og bendir á að núna halli á stærri gjaldmiðla en krónuna, svo sem breska pundið og svissneska frankann. „Samt er allt betra en krónan,“ segir hann kankvís. Dæmi einhliða upptöku Svartfjallalands á evru segir Jón vera slæmt. „Svartfjallaland var að brotna undan annarri ríkisheild og af pólitískum ástæðum vildu þeir ekki vera í myntsamstarfi við þá sem þeir álitu kúgara sína fyrrverandi. Þá blandast í að þeir voru búnir að taka að einhverju leyti upp þýska markið og kemur þar líka inn ákveðinn sameiginleg sektarkennd Evrópusambandsins vegna ástandsins á Balkanskaganum yfir höfuð. Að bera þetta saman við Ísland, sem þrátt fyrir allt er þróað hagkerfi þar sem býr rík þjóð. Það hefur enginn samúð með okkur hvað það varðar. Við sveltum ekki og höfum það ágætt þannig lagað.“ Jóni þykir því tal um einhliða upptöku annarrar myntar vera til að drepa málum á dreif, en áréttar um leið að vitanlega tali hann um þessi mál út frá þröngum hagsmunum þeirra fáu fyrirtækja hér á landi sem talist geta alþjóðleg. „Til lengri tíma litið munu þessi félög fara úr landi, þótt það verði ekki alveg á næstunni. En núna eigum við eftir að sjá hvernig þessi gjaldeyrishöft munu leika okkur.“ Hvað næsta ár varðar kveðst Jón vera nokkuð bjartsýnn. „Spurningin er hversu stór og þung þessi alþjóðakreppa verður. Við teljum okkur hjá Össuri hafa einna besta möguleika á að komast frá henni eins ósködduð og hægt er. Fjárhagur félagsins er góður, greiðsluflæði mikið og hagnaður góður,“ segir Jón og leggur sérstaka áherslu á orðið „góður“ í þessu samhengi. „Það er hugtak sem við ættum kannski að temja okkur í meira mæli í framtíðinni og velta fyrir okkur hvaðan hagnaðurinn er kominn. Enskurinn talar um quality of earnings, eða gæði hagnaðarins, hvort hann byggi á traustum grunni.“ Þótt Össur hafi líka hagnast á eignasölu þá segir Jón langmestan hluta hagnaðarins til kominn af sölu á þeim varningi sem fyrirtækið þrói sjálft og framleiði. „Þessa hluti tekur langan tíma að þróa og langan tíma tekur að byggja upp markaði. Þar af leiðandi tekur vonandi langan tíma að missa það aftur. Þarna spretta gæðin og gæði félagsins. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Jón og vitnar í visku viðskiptajöfra vestanhafs sem haft hafa eftirfarandi á orði: Overnight success takes about ten years. „Og þannig á þetta að vera,“ segir hann. Samþjöppun fyrirséðÖssur starfar í samkeppnisumhverfi, en Jón segir fyrirtækið næststærst í framleiðslu stoðtækja, en í þriðja til fjórða sæti hvað stuðningstæki varði. „Það á hins vegar mikil samþjöppun eftir að eiga sér stað á þessum markaði. Hún hefur náttúrlega staðnað núna og gerir það meðan þessi fjármálakreppa varir, en svo heldur hún áfram og við verðum vel í stakk búin til að taka þátt í henni þegar tekur að hægjast um á fjármálamörkuðum.“ Hann segir hins vegar ljóst að nokkur tími muni líða þar til þetta ferli hefst á ný, jafnvel tvö ár. „En okkur liggur í sjálfu sér ekkert á. Við erum með fínt fyrirtæki og gengur ágætlega og búum okkur bara undir komandi tíð.“ Fyrirtækið er líkt og áður segir með starfsemi sína nokkuð dreifða um heiminn og segir Jón engra stórbreytinga að vænta. Hann segir þó verið að hagræða í framleiðsluferlinu. „Við erum á óþægilega mörgum stöðum, sem kemur af öllum þessum fyrirtækjakaupum og erum að samhæfa þennan rekstur eins hratt og við treystum okkur til gagnvart kostnaði, því hann er allnokkur þótt sparnaður komi á móti. En auðvitað þarf að gera þetta allt í réttri röð.“ Þannig segir hann efnahagskreppu heimsins á nokkurn hátt vinna með fyrirtækinu sem sinnt geti innri málum án þess að þurfa að slást í miklum yfirtökum og samrunum á meðan. „Okkur veitir ekkert af þessu andrými og við nýtum það bara vel.“ Hvað skuldastöðu varðar segir Jón Össur vera í ágætri stöðu og vafamál hvort eftirsóknarvert sé fyrir fyrirtæki í rekstri að greiða niður allar sínar skuldir. „Ætli við værum ekki í um þrjú ár að greiða niður allar okkar skuldir,“ segir hann og tekur undir að vissulega sé það um margt öfundsverð staða að geta greitt niður skuldir sínar á ekki lengri tíma. „En í þessari stöðu þurfa fyrirtæki náttúrlega að vera. Þótt menn geti endalaust fengið lán þá er ekki víst að endilega sé rétt að gera það.“ Össur er útrásarvíkingurÚtrásarvíkingur er nokkurs konar skammaryrði um þessar mundir eftir hrakfarir bankanna og sumra fjárfestingarfyrirtækja sem farið hafa mikinn á síðustu árum. Fyrirtæki á borð við Össur og Marel og forsvarsmenn þeirra hljóta samt líka að falla í þennan flokk útrásarvíkinga og því samsinnir forstjóri Össurar. „Ég hef samt aldrei skilið þessa svokölluðu útrás, í sjálfu sér. Við erum bara í viðskiptum og sinnum þeim þar sem þau eru hagkvæm innan okkar markaðar. Út úr þeim markaði höfum við aldrei farið, þekkjum hann út og inn og ætlum okkur ekki annars staðar að vera.“ Jón segir útrás sem slíka aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér hjá Össuri og vissulega væri þæglegra að geta bara verið í Reykjavík og losnað við þau miklu ferðalög og annað umstang sem fylgir alþjóðlegum umsvifum. „Það er hins vegar ágætt að halda því hér til haga að við höfum notið þess að gamla Kaupþing var okkar banki og studdi við okkur með ráðum og dáð. Af þeim banka er mikil eftirsjá fyrir okkur og við verðum að koma okkur upp öðrum bandasamböndum. Margt var mjög vel gert og þyngra en tárum taki hvernig fór. Hina bankana þekki ég ekki og legg ekki mat á þá, en Kaupþing held ég hafi verið mjög góður banki, þótt kannski séu fáir sem sjá það núna. Bankinn á hins vegar bæði þakkir og heiður skilinn fyrir að standa dyggilega við bakið á okkur.“
Markaðir Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira