Fótbolti

Matthäus styður landsliðsþjálfarann

Michael Ballack
Michael Ballack NordicPhotos/GettyImages

Lothar Matthäus, fyrrum fyrirliði Bayern Munchen og þýska landsliðsins, tekur afstöðu með landsliðsþjálfaranum Joachim Löw í deilu hans við Michael Ballack á dögunum.

Mikið drama myndaðist í herbúðum þýska landsliðsins þegar Ballack sagði í fjölmiðlum að Löw sýndi eldri landsliðsmönnum Þýskalands ekki næga virðingu.

Málið hefur nú verið gert upp að mestu leyti og Ballack hefur beðist afsökunar, en þeir eiga reyndar enn eftir að hittast og fara yfir málið augliti til auglitis.

Matthäus lýsir hiklaust yfir stuðningi sínum við landsliðsþjálfarann en segir að samband hans og Ballack eigi eftir að verða eins og hjónaband í kjölfar framhjáhalds.

"Löw hefur rétt fyrir sér. Leikmenn eiga að láta verkin tala í stað þess að blaðra. Við höfum allir lent að ryðja okkur til rúms á einhverjum tímapunkti, en þegar ég spilaði undir stjórn Franz Beckenbauer, ræddu menn saman í síma eða augliti til auglitis. Nú þurfa Löw og Ballack að sættast, en það verður erfitt líkt og samband hjóna sem reyna að lappa upp á samskipti sín eftir framhjáhald," sagði fyrirliðinn fyrrverandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×