Viðskipti erlent

Hætta á samdráttarskeiði í Japan

Kaoru Yosano, viðskiptaráðherra Japans, segir forráðamönnum fyrirtækja að hækka laun starfsmanna til að blása lífi í einkaneyslu.
Kaoru Yosano, viðskiptaráðherra Japans, segir forráðamönnum fyrirtækja að hækka laun starfsmanna til að blása lífi í einkaneyslu. Mynd/AFP
Hagvöxtur í Japan dróst saman um þrjú prósent á öðrum fjórðungi ársins. Samdrátturinn skýrist helst af minni eftirspurn á innanlandsmarkaði og minni útflutningi. Samdráttur sem þessi hefur ekki sést í landi hinnar rísandi sólar í sjö ár, eða frá því í júní árið 2001 og þykir auka líkurnar á að samdráttarskeið renni upp í Japan. Breska ríkisútvarpið segir í dag, að ríkisstjórn Japans hafi kallað eftir því við forsvarsmenn fyrirtækja þar í landi að þeir hækki laun starfsmanna til að vega upp á móti síhækkandi rafmagns- og matarreikningum og blása líifi í einkaneyslu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×