Viðskipti innlent

Nýsislán tekin að falla í gjalddaga

Höskuldur ásgeirsson Forstjóri Nýsis staðfestir að skuldir félagsins séu byrjaðar að falla á gjalddaga, en fjármál félagsins séu ekki komin í höfn.
Höskuldur ásgeirsson Forstjóri Nýsis staðfestir að skuldir félagsins séu byrjaðar að falla á gjalddaga, en fjármál félagsins séu ekki komin í höfn.

Skuldbindingar Nýsis eru byrjaðar að falla í gjalddaga en fjárhagslegri endurskipulagningu er enn ólokið.

Þetta staðfestir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, í samtali við Markaðinn. „Við erum bara á kafi í þessu. Við eigum eftir að ljúka þessu á einhverjum vikum frekar en mánuðum,“ segir Höskuldur um hvenær endurskipulagningunni ljúki.

Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hafa skuldarar gefið kröfur sínar eftir að einhverju leyti. Þá hefur einnig verið rætt um að eitthvað af kröfum verði breytt í hlutafé í Nýsi.

Landsbankinn hefur farið fyrir málinu, en fyrir fáum vikum hóf Kaupþing einnig afskipti af endurskipulagningunni.

Óvíst er hversu mikið er í húfi fyrir hvorn banka um sig. Landsbankinn er í nánu samstarfi við Nýsi í félaginu Portus, sem sér um byggingu tónlistarhúss. Eftir því sem kunnugir herma hvílir verkefnið fyrst og fremst á Landsbankanum.

Heildarskuldir Nýsis námu tæplega 50 milljörðum króna um áramót, samkvæmt uppgjöri. Þar af námu skammtímaskuldirnar rúmlega 17 milljörðum króna. - ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×