Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi 18. apríl 2008 14:45 Árni Tryggvason „Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“ Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
„Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“
Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira