Carlsberg orðið háðara hráolíuverði en ölsölu sinni 23. október 2009 10:31 Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira