Fótbolti

Ballack verður fyrirliði þýska landsliðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ballack og Löw hafa grafið stríðsöxina.
Ballack og Löw hafa grafið stríðsöxina. Nordic Photos/Getty Images

Michael Ballack verður fyrirliði þýska landsliðsins á HM 2010 að því gefnu að hann sé heill heilsu og þýska landsliðið komist í keppnina. Þetta eru nokkur tíðindi en Ballack lenti í rifrildi við landsliðsþjálfarann, Joachim Löw, í fyrra þegar hann sagði að þjálfarinn ætti að bera meiri virðingu fyrir eldri leikmönnum liðsins.

„Auðvitað var þetta alvöru rifrildi við Ballack en við lifum í fótboltaheiminum en ekki einhverjum heilögum heimi. Það verða alltaf einhver átök í fótboltaheiminum. Við gerðum allir mistök á síðastaa ári," sagði Löw við Bild.

Þýskaland er á toppi síns riðils og er einum fjórum stigum á undan Rússum. Þjóðverjar hafa samt leikið einum leik meira en Rússar.

Næstu leikir Þjóðverja eru um mánaðamótin gegn Liechtenstein og Wales.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×