Kaupþing flutti 90 milljarða kr. frá Mön til London fyrir hrunið 4. febrúar 2009 08:57 Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Þetta kom fram í máli forstjórans, John Aspden, í vitnaleiðslur fyrir þingnefnd þeirri á breska þinginu sem nú rannsakar orsakir bankakreppunnar þar í landi. Aspden segir að fjármálaeftirlit Manar hafi haft miklar áhyggjur af stöðu Kaupþings og Singer & Friedlander þegar í mars á síðasta ári. Hann segir að þá þegar hafi embætti hans reynt að draga úr áhættu bankans af Íslandi og hafi hann óskað leiðsagnar í málinu frá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) næstu tvo mánuðina. Fram kemur í máli Aspden að fjármálaeftirlit Manar hafi samþykkt á endanum að fyrrgreind 550 milljón pund yrðu flutt til London þar sem þeir hafi verið fullvissaðir um að það væri í lagi af FSA. Taldi FSA að féið væri öruggari ef það væri geymt í London. Þessi upphæð, 550 milljónir punda, voru um helmingur eigna Singer & Friedlander á Mön. Upphæðin fraus svo inni í London í október í kjölfar aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslensku bönkunum. Á Mön sitja svo um 8.000 eyjaskeggjar, sem áttu innlánsreikninga í Singer & Friedlander, með sárt ennið þar sem bresk stjórnvöld hafa neitað að tryggja innistæður þeirra. Þær eru taldar nema rúmlega 800 milljónum punda. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Þetta kom fram í máli forstjórans, John Aspden, í vitnaleiðslur fyrir þingnefnd þeirri á breska þinginu sem nú rannsakar orsakir bankakreppunnar þar í landi. Aspden segir að fjármálaeftirlit Manar hafi haft miklar áhyggjur af stöðu Kaupþings og Singer & Friedlander þegar í mars á síðasta ári. Hann segir að þá þegar hafi embætti hans reynt að draga úr áhættu bankans af Íslandi og hafi hann óskað leiðsagnar í málinu frá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) næstu tvo mánuðina. Fram kemur í máli Aspden að fjármálaeftirlit Manar hafi samþykkt á endanum að fyrrgreind 550 milljón pund yrðu flutt til London þar sem þeir hafi verið fullvissaðir um að það væri í lagi af FSA. Taldi FSA að féið væri öruggari ef það væri geymt í London. Þessi upphæð, 550 milljónir punda, voru um helmingur eigna Singer & Friedlander á Mön. Upphæðin fraus svo inni í London í október í kjölfar aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslensku bönkunum. Á Mön sitja svo um 8.000 eyjaskeggjar, sem áttu innlánsreikninga í Singer & Friedlander, með sárt ennið þar sem bresk stjórnvöld hafa neitað að tryggja innistæður þeirra. Þær eru taldar nema rúmlega 800 milljónum punda.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira