Hnefaleikamaðurinn Manny „Pac-Man" Pacquiao skaut föstum skotum að hinum ósigraða Floyd Mayweather Jr. á blaðamannafundi fyrir bardaga sinn gegn Angel Cotto sem fram fer 14. nóvember.
Pacquiao varaði aðdáendur við því að gera sér vonir um að hann mæti Mayweather Jr. í hringnum einfaldlega vegna þess að Bandaríkjamaðurinn vilji ekki mæta sér.
„Ég á ekki von á því að ég muni nokkurn tímann mæta Mayweather Jr. vegna þess að hann hugsar bara um peninga. Hann hugsar ekki um gæði bardaga heldur bara hvað hann geti fengið mikið út úr honum fjárhagslega.
Honum er alveg sama þó svo að bardaginn hans sé leiðinlegur eða léttur fyrir sig bara svo framalega sem hann fái helling af pening. Ég er því alveg viss um að hann vilji ekki mæta mér," segir Pacquiao.