Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni Breki Logason skrifar 20. apríl 2009 14:36 Frá landsfundi Samfylkingarinnar 2007. „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins. Kosningar 2009 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira