Jón Arnór: Væri huggulegt að sópa Keflavík út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 15:17 Jón Arnór hefur farið á kostum gegn Keflavík í vetur. Hann ætlar sér líka stóra hluti í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ. Dominos-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira