Fjárfestar tapa milljörðum á þorskeldi í Noregi 6. nóvember 2009 10:46 Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira