Brenton: Við erum með nóg af mönnum sem geta skorað 25. mars 2009 14:37 Brenton Birmingham Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli