Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum 15. júní 2009 08:55 Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira