Næstráðandi Nasdaq OMX Group lætur af störfum 21. júlí 2009 08:26 Magnus Bocker framkvæmdastjóri og næstráðandi Nasdaq OMX Group, sem kauphöllin hérlendis tilheyrir, mun láta af störfum á næstunni og taka við stjórn kauphallarinnar í Singapore. Hinn 47 ára gamli Bocker er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en síðan hann tók við stjórn OMX árið 2003 hefur hann m.a. bætt kauphöllunum á Íslandi, í Lettlandi og í Svíþjóð við starfsemina. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að stjórnunarhæfileikar Bocker hafi komið einna best í ljós þegar Nasdaq og kauphöllin í Dubai börðust um yfirráðin yfir OMX. Upphaflega gerði Nasdaq tilboð í OMX upp á 3,2 milljarða dollara en kauphöllin í Dubai lagði þá fram tilboð sem var 14% hærra. Niðurstaðan varð svo að Dubai beygði sig í yfirtökunni á OMX gegn því að fá hlut í Nasdaq. Í framhaldinu varð Bocker svo framkvæmdastjóri Nasdaq OMX Group. Bocker er maraþonhlaupari og hann safnar glermunum frá millistríðsárunum. Hann er menntaður frá háskólanum í Stokkhólmi og hóf störf eftir það hjá OMX árið 1986. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Magnus Bocker framkvæmdastjóri og næstráðandi Nasdaq OMX Group, sem kauphöllin hérlendis tilheyrir, mun láta af störfum á næstunni og taka við stjórn kauphallarinnar í Singapore. Hinn 47 ára gamli Bocker er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en síðan hann tók við stjórn OMX árið 2003 hefur hann m.a. bætt kauphöllunum á Íslandi, í Lettlandi og í Svíþjóð við starfsemina. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að stjórnunarhæfileikar Bocker hafi komið einna best í ljós þegar Nasdaq og kauphöllin í Dubai börðust um yfirráðin yfir OMX. Upphaflega gerði Nasdaq tilboð í OMX upp á 3,2 milljarða dollara en kauphöllin í Dubai lagði þá fram tilboð sem var 14% hærra. Niðurstaðan varð svo að Dubai beygði sig í yfirtökunni á OMX gegn því að fá hlut í Nasdaq. Í framhaldinu varð Bocker svo framkvæmdastjóri Nasdaq OMX Group. Bocker er maraþonhlaupari og hann safnar glermunum frá millistríðsárunum. Hann er menntaður frá háskólanum í Stokkhólmi og hóf störf eftir það hjá OMX árið 1986.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira