Spilavítaveldi Donald Trump riðar til falls 17. febrúar 2009 10:31 Fastlega er gert ráð fyrir því að spilavítaveldi Donald Trump, Trump Entertainment Resorts, verði tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Samkvæmt fréttum á Reuters og fleiri fjölmiðlum yrði þetta í þriðja sinn sem Trump Entertainment verður gjaldþrota en slíkt gerðist síðast árið 2005. Fjármálakreppan hefur leikið Trump grátt á undanförnum mánuðum og hefur markaðsvirði Trump Entertainment hrunið á fjórum árum úr 842 milljónum dollara niður í 7,3 milljónir dollara í dag. Félagið rekur þrjú spilavíti í Bandaríkjunum. Donald Trump segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hann sé mjög óánægður með afstöðu kröfuhafa og gjörðir þeirra í garð Trump Entertainment. Hann bætti því svo við að hann persónulega hefði ekkert með málið að gera og vissi ekki hvenær félag hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Donald segir að sökin á því hvernig komið er fyrir spilavítaveldi hans sé fyrsta og fremst léleg stjórnun á félaginu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að spilavítaveldi Donald Trump, Trump Entertainment Resorts, verði tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Samkvæmt fréttum á Reuters og fleiri fjölmiðlum yrði þetta í þriðja sinn sem Trump Entertainment verður gjaldþrota en slíkt gerðist síðast árið 2005. Fjármálakreppan hefur leikið Trump grátt á undanförnum mánuðum og hefur markaðsvirði Trump Entertainment hrunið á fjórum árum úr 842 milljónum dollara niður í 7,3 milljónir dollara í dag. Félagið rekur þrjú spilavíti í Bandaríkjunum. Donald Trump segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hann sé mjög óánægður með afstöðu kröfuhafa og gjörðir þeirra í garð Trump Entertainment. Hann bætti því svo við að hann persónulega hefði ekkert með málið að gera og vissi ekki hvenær félag hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Donald segir að sökin á því hvernig komið er fyrir spilavítaveldi hans sé fyrsta og fremst léleg stjórnun á félaginu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira