Að vinna sig út úr kreppu Ögmundur Jónasson skrifar 21. desember 2009 06:00 Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun