Hægrahrunið hófst í júní á síðasta ári 17. apríl 2009 06:30 Vinstriflokkarnir hafa aldrei mælst með meira fylgi en nú. Í könnunum Fréttablaðsins frá því í október hefur samanlagt fylgi vinstriflokkanna ekki farið undir fimmtíu prósent en að jafnaði verið nær sextíu prósentum. Í síðustu tveimur könnunum blaðsins, sem gerðar voru í apríl, mældist samanlagt fylgi vinstriflokkanna svo yfir sextíu prósentum. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna. Í könnunum Fréttablaðsins mældist Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir 25 prósentum í maí 2004. Annars hefur fylgi flokksins verið að mælast um 35 til 40 prósent. Ef úrslit kosninga frá 1963 til 2007 eru skoðuð var samanlagt fylgi hægriflokka minnst 1978 þegar 32,7 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það ár var mikill kosningasigur vinstriflokka með samanlagt fylgi þeirra tæp 45 prósent. Líklegt er að fylgi vinstriflokkanna í kosningunum nú verði mun hærra. Í síðustu könnun Fréttablaðsins var samanlagt fylgi vinstriflokkanna tæp 63 prósent. Oft er vísað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki nema 27,2 prósent atkvæða í kosningunum 1987. Í síðustu könnun Fréttablaðsins var Sjálfstæðisflokkurinn á svipuðu róli, með rúmlega 27 prósenta fylgi. Munurinn á úrslitunum 1987 og stöðu flokksins nú er að í kosningunum 1987 fékk Borgaraflokkurinn 10,9 prósent atkvæða. Hægrafylgið það ár var því rúm 38 prósent. Landslagið í stjórnmálum nú, hvernig kjósendur skiptast til hægri og vinstri, er því allt annað en áður hefur þekkst. Ekki einungis er hægrafylgið minna en það hefur áður verið, heldur er miðjufylgið einnig mun minna. Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins hófst í júní á síðasta ári. Meðal karla og íbúa á landsbyggðinni fer fylgi Sjálfstæðisflokksins að dragast saman frá og með júní. Meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins hefst niðursveiflan í október. Konur hafa ávallt verið mun líklegri til að styðja vinstriflokkana og því er munurinn minni meðal þeirra. Kosningar 2009 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Vinstriflokkarnir hafa aldrei mælst með meira fylgi en nú. Í könnunum Fréttablaðsins frá því í október hefur samanlagt fylgi vinstriflokkanna ekki farið undir fimmtíu prósent en að jafnaði verið nær sextíu prósentum. Í síðustu tveimur könnunum blaðsins, sem gerðar voru í apríl, mældist samanlagt fylgi vinstriflokkanna svo yfir sextíu prósentum. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna. Í könnunum Fréttablaðsins mældist Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir 25 prósentum í maí 2004. Annars hefur fylgi flokksins verið að mælast um 35 til 40 prósent. Ef úrslit kosninga frá 1963 til 2007 eru skoðuð var samanlagt fylgi hægriflokka minnst 1978 þegar 32,7 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það ár var mikill kosningasigur vinstriflokka með samanlagt fylgi þeirra tæp 45 prósent. Líklegt er að fylgi vinstriflokkanna í kosningunum nú verði mun hærra. Í síðustu könnun Fréttablaðsins var samanlagt fylgi vinstriflokkanna tæp 63 prósent. Oft er vísað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki nema 27,2 prósent atkvæða í kosningunum 1987. Í síðustu könnun Fréttablaðsins var Sjálfstæðisflokkurinn á svipuðu róli, með rúmlega 27 prósenta fylgi. Munurinn á úrslitunum 1987 og stöðu flokksins nú er að í kosningunum 1987 fékk Borgaraflokkurinn 10,9 prósent atkvæða. Hægrafylgið það ár var því rúm 38 prósent. Landslagið í stjórnmálum nú, hvernig kjósendur skiptast til hægri og vinstri, er því allt annað en áður hefur þekkst. Ekki einungis er hægrafylgið minna en það hefur áður verið, heldur er miðjufylgið einnig mun minna. Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins hófst í júní á síðasta ári. Meðal karla og íbúa á landsbyggðinni fer fylgi Sjálfstæðisflokksins að dragast saman frá og með júní. Meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins hefst niðursveiflan í október. Konur hafa ávallt verið mun líklegri til að styðja vinstriflokkana og því er munurinn minni meðal þeirra.
Kosningar 2009 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira