Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker 28. maí 2009 08:49 Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira