Hagtölur frá Kína valda mikilli hækkun á álverði 16. júlí 2009 08:54 Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira