Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 26. apríl 2009 01:00 Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Kosningar 2009 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Kosningar 2009 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira