Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street 14. október 2009 09:01 Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Samkvæmt umfjöllun um málið í Wall Street Journal (WSJ) á starfsfólk í 23 af stærstu bönkum og fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna von á hærri bónusgreiðslum en það fékk árið 2007 þegar þessar greiðslur náðu hámarki. Meðallaun alls starfsfólk í fyrrgreindum fyrirtækjum varða samkvæmt útreikningum WSJ rúmlega 143.000 dollarar eða tæplega 18 milljónir kr. í árslaun í ár. Þetta eru 2.000 dollurum hærri árslaun en árið 2007. WSJ segir að þessar greiðslur endurspegli að bandarískir stórbankar hafi verið snöggir til að finna réttar tekjurleiðir í kjölfar hrunsins í september í fyrra. Samanlögð velta þessara fyrirtækja muni nema 437 milljörðum dollara í ár en hún nam 345 milljörðum dollara árið 2007. Fram kemur í WSJ að bónusmenningin í bönkunum og fjármálafyrirtækjum hafi verið talin ein af orsökum fyrir hruninu í fyrra. Harðari reglur gegn bónusgreiðslum síðan þá virðast aðeins hafa breytt því hve háar þessar greiðslur eru en ekki hvernig þeim er skipt. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Samkvæmt umfjöllun um málið í Wall Street Journal (WSJ) á starfsfólk í 23 af stærstu bönkum og fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna von á hærri bónusgreiðslum en það fékk árið 2007 þegar þessar greiðslur náðu hámarki. Meðallaun alls starfsfólk í fyrrgreindum fyrirtækjum varða samkvæmt útreikningum WSJ rúmlega 143.000 dollarar eða tæplega 18 milljónir kr. í árslaun í ár. Þetta eru 2.000 dollurum hærri árslaun en árið 2007. WSJ segir að þessar greiðslur endurspegli að bandarískir stórbankar hafi verið snöggir til að finna réttar tekjurleiðir í kjölfar hrunsins í september í fyrra. Samanlögð velta þessara fyrirtækja muni nema 437 milljörðum dollara í ár en hún nam 345 milljörðum dollara árið 2007. Fram kemur í WSJ að bónusmenningin í bönkunum og fjármálafyrirtækjum hafi verið talin ein af orsökum fyrir hruninu í fyrra. Harðari reglur gegn bónusgreiðslum síðan þá virðast aðeins hafa breytt því hve háar þessar greiðslur eru en ekki hvernig þeim er skipt.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira