Umfj.: Haukar unnu tvíframlengdan Hafnarfjarðarslag Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. desember 2009 18:03 Einar Örn Jónsson skoraði mikilvægt mark í leiknum í dag. Mynd/Stefán Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum. Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira