Klámhundur selur svikin kreditkort á netinu 10. september 2009 15:32 Vefsíðan MitMaster í Danmörku býður upp á Mastercard kreditkort með heimild upp á 600.000 kr. og þarf aðeins að greiða rúmar 20.000 kr. fyrir herlegheitin. En síðan er svik og þekktir svikahrappar standa á bakvið hana, þar á meðal klámmyndaframleiðandi sem áður hefur komist í sviðsljós danskra fjölmiðla. Flestir þeirra sem greiða fyrir kortin fá þau aldrei afhent og þeir fáu sem hafa fengið kort komast fljótt í raun um að engin heimild er til staðar, ekki hægt að taka út neitt nema það sem sett er inn á kortið og þar að auki þarf að borga 20.000 kr. gjald á ári fyrir þá þjónustu. Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að forstjórarnir tveir hjá Kederan Equity sem stendur á bakvið MitMaster séu þekktir fjársvikarar. Þetta eru þeir Marc Danceu og Rene Holmgren en athygli vekur að þeir eru skráðir forstjórar í meir en 200 félögum. „Það er mjög óvenjulegt að einstaklingar stofni svo mörg félög. Það bendir til að maðkur sé í mysunni," segir Carsten Holdum hjá dönsku neytendasamtökunum. Marc Danceu hefur áður komið við sögu hjá Ekstra Blader, þá undir nafninu Marc Duvall. Hann reyndi mikið á sínum tíma að fá menntaskólanemendur til að leika í klámmyndum sínum. Carlos Rodriguez forstjóri norrænu deildar Mastercard hefur miklar áhyggjur af framangreindri vefsíðu enda hefur Kederan Equity ekkert leyfi frá Mastercard til að gefa út kort á þeirra vegum. Mastercard ráðleggur þeim sem lent hafa í klóm Marc og Rene að leita til lögreglunnar. Mastercard hefur um nokkurn tíma reynt að fá vefsíðunni lokað. Þegar það tókst í júlí skrifuðu Marc og Rene til viðskiptavina sinna og sögðu þeim að síðan hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vefsíðan MitMaster í Danmörku býður upp á Mastercard kreditkort með heimild upp á 600.000 kr. og þarf aðeins að greiða rúmar 20.000 kr. fyrir herlegheitin. En síðan er svik og þekktir svikahrappar standa á bakvið hana, þar á meðal klámmyndaframleiðandi sem áður hefur komist í sviðsljós danskra fjölmiðla. Flestir þeirra sem greiða fyrir kortin fá þau aldrei afhent og þeir fáu sem hafa fengið kort komast fljótt í raun um að engin heimild er til staðar, ekki hægt að taka út neitt nema það sem sett er inn á kortið og þar að auki þarf að borga 20.000 kr. gjald á ári fyrir þá þjónustu. Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að forstjórarnir tveir hjá Kederan Equity sem stendur á bakvið MitMaster séu þekktir fjársvikarar. Þetta eru þeir Marc Danceu og Rene Holmgren en athygli vekur að þeir eru skráðir forstjórar í meir en 200 félögum. „Það er mjög óvenjulegt að einstaklingar stofni svo mörg félög. Það bendir til að maðkur sé í mysunni," segir Carsten Holdum hjá dönsku neytendasamtökunum. Marc Danceu hefur áður komið við sögu hjá Ekstra Blader, þá undir nafninu Marc Duvall. Hann reyndi mikið á sínum tíma að fá menntaskólanemendur til að leika í klámmyndum sínum. Carlos Rodriguez forstjóri norrænu deildar Mastercard hefur miklar áhyggjur af framangreindri vefsíðu enda hefur Kederan Equity ekkert leyfi frá Mastercard til að gefa út kort á þeirra vegum. Mastercard ráðleggur þeim sem lent hafa í klóm Marc og Rene að leita til lögreglunnar. Mastercard hefur um nokkurn tíma reynt að fá vefsíðunni lokað. Þegar það tókst í júlí skrifuðu Marc og Rene til viðskiptavina sinna og sögðu þeim að síðan hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira