Fljótlega fjárfest úr Bjarkarsjóði Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 24. júní 2009 03:00 Baldur Már Helgason Allt um Björk vekur athygli erlendis, ekki síst þegar nafn tónlistarkonunnar tengist íslenskum sprotafyrirtækjum, segir sjóðsstjóri sprotasjóðsins Bjarkar. Markaðurinn/vilhelm „Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum. Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
„Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum.
Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira