Viðskipti erlent

Lettar sveigja frá hruni

Lettar gætu forðað sér frá gengishruni með niðurskurði í ríkisútgjöldum, að mati bresks sérfræðings. Markaðurinn/AFP
Lettar gætu forðað sér frá gengishruni með niðurskurði í ríkisútgjöldum, að mati bresks sérfræðings. Markaðurinn/AFP

Líkur eru á að ríkisstjórn Lettlands takist að forðast 30 til 50 prósenta gengishrun latsins, gjaldmiðils Letta, með tíu prósenta niðurskurði í ríkisútgjöldum næstu tvö ár. Þetta segir Beat Sigenthaler, sérfræðingur nýmarkaða hjá TD Securities í London.

Beat bætir við að Evrópusambandið hafi í fyrstu verið andsnúið tillögum stjórnvalda og legið hafi í loftinu að latið yrði jafnvel aftengt evrunni. ESB er nú sagt líklegra til að styðja aðgerðirnar og ekki útilokað að Lettar leiti ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í kjölfarið. Sigenthaler mælir með að fjárfestar sem hafi veðjað á frekari veikingu latsins losi um stöður sínar. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×