Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan vann 81-82 sigur gegn Snæfelli. Þá unnu Keflvíkingar 96-54 sigur gegn Fjölni og ÍR vann einnig stórsigur 95-69 gegn Hamar.
Justin Shouse tryggði Stjörnunni sigurinn gegn sínum gömlu liðsfélögum í Snæfelli með því að setja niður tvö vítaskot á lokasekúndunum í hörkuspennandi leik sem endaði 81-82 en Stjarnan var 41-42 yfir í hálfleik.
Shouse var stigahæstur hjá Stjörnunni með 26 stig og 9 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 23 stig og 8 fráköst.
Hjá heimamönnum í Snæfelli var Hlynur Bæringsson stigahæstur með 24 stig og 11 fráköst en Sigurður Þorvaldsson kom næstur með 17 stig.
Úrslit:
Snæfell-Stjarnan 81-82
Keflavík-Fjölnir 96-54
ÍR-Hamar 95-69