Ålandsbanken gengur frá kaupunum á Kaupþingi í Svíþjóð 16. febrúar 2009 09:13 Gengið hefur verið frá kaupum Ålandsbanken á Kaupþingi í Svíþjóð. Kaupverðið er 414 milljónir sænskra kr. eða um 5,7 milljarðar kr. og var það greitt út í hönd. Í tilkynningu um málið á heimasíðu Ålandsbanken segir Peter Wiklöf forstjóri bankans að það hafi lengi verið ætlun bankans að hasla sér völl í Svíþjóð. Með kaupunum á Kaupþingi fái bankinn strax um 20.000 viðskiptavini á þessum markaði. Fram kemur í máli Wiklöf að kaupin geri það að verkum að viðskipti bankans aukist um 20%. "Við höfum greint og rannsakað Kaupþing í Svíþjóð og í ljós kom að um hágæða starfsemi var að ræða með hæfu starfsfólki og góðum viðskiptavinatengslum," segir Wiklöf. Fyrirtækjalán Kaupþings í Svíþjóð og nokkrar aðrar eignir munu færst til skilanefndar Kaupþings á Íslandi við kaupin. Þá mun skilanefndin einnig taka við áhættu bankans af hruni Lehman Brothers á síðasta ári. Málaferli sem í gangi eru gegn Kaupþingi munu ekki hafa áhrif á starfsemi Ålandsbanken og neyðarlán sem sænska ríkið veitti Kaupþingi mun verða endurgreitt að fullu. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengið hefur verið frá kaupum Ålandsbanken á Kaupþingi í Svíþjóð. Kaupverðið er 414 milljónir sænskra kr. eða um 5,7 milljarðar kr. og var það greitt út í hönd. Í tilkynningu um málið á heimasíðu Ålandsbanken segir Peter Wiklöf forstjóri bankans að það hafi lengi verið ætlun bankans að hasla sér völl í Svíþjóð. Með kaupunum á Kaupþingi fái bankinn strax um 20.000 viðskiptavini á þessum markaði. Fram kemur í máli Wiklöf að kaupin geri það að verkum að viðskipti bankans aukist um 20%. "Við höfum greint og rannsakað Kaupþing í Svíþjóð og í ljós kom að um hágæða starfsemi var að ræða með hæfu starfsfólki og góðum viðskiptavinatengslum," segir Wiklöf. Fyrirtækjalán Kaupþings í Svíþjóð og nokkrar aðrar eignir munu færst til skilanefndar Kaupþings á Íslandi við kaupin. Þá mun skilanefndin einnig taka við áhættu bankans af hruni Lehman Brothers á síðasta ári. Málaferli sem í gangi eru gegn Kaupþingi munu ekki hafa áhrif á starfsemi Ålandsbanken og neyðarlán sem sænska ríkið veitti Kaupþingi mun verða endurgreitt að fullu.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira