Danskar ferðaskrifstofur með buxurnar á hælunum 21. júlí 2009 09:16 Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Uppselt er í nær allar sólarlandaferðir frá Danmörku þetta sumarið og slegist um þau fáu sæti sem enn eru óseld. Þrjár af stærstu ferðaskrifstofum landsins geta ekki annað eftirspurninni á ferðum fyrr en skólahald hefst aftur með haustinu í landinu. Fram kemur í frétt Politiken að mikill pirringur sé meðal ferðaskrifstofanna að hafa vanmetið eftirspurnina svona mikið en jafnframt léttir yfir því að þær munu koma betur undan fjármálakreppunni í ár en vænst var. Ástæðan fyrir auknum ferðaáhuga Dana suður á bóginn eru einkum tvær. Fjöldi af Dönum hefur ákveðið að taka út séreignasparnað sinn, svipað og hérlendis, og sumarið hefur verið afspyrnu slappt hvað veður varðar í Danmörku. Stöðugar rigningar og leiðindaveður hefur verið á nær hverjum degi það sem af er sumri. „Það er verulega pirrandi að við drógum úr framboði okkar á þessum ferðum í vor," segir Jan Lockhart forstjóri Apollo resjer. „Við hefðum getað selt þrjú til fjögur þúsund fleiri ferðir í ár en við gerðum ráð fyrir að selja. Á móti fáum við góð verð fyrir þær ferðir eru í boði." Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Uppselt er í nær allar sólarlandaferðir frá Danmörku þetta sumarið og slegist um þau fáu sæti sem enn eru óseld. Þrjár af stærstu ferðaskrifstofum landsins geta ekki annað eftirspurninni á ferðum fyrr en skólahald hefst aftur með haustinu í landinu. Fram kemur í frétt Politiken að mikill pirringur sé meðal ferðaskrifstofanna að hafa vanmetið eftirspurnina svona mikið en jafnframt léttir yfir því að þær munu koma betur undan fjármálakreppunni í ár en vænst var. Ástæðan fyrir auknum ferðaáhuga Dana suður á bóginn eru einkum tvær. Fjöldi af Dönum hefur ákveðið að taka út séreignasparnað sinn, svipað og hérlendis, og sumarið hefur verið afspyrnu slappt hvað veður varðar í Danmörku. Stöðugar rigningar og leiðindaveður hefur verið á nær hverjum degi það sem af er sumri. „Það er verulega pirrandi að við drógum úr framboði okkar á þessum ferðum í vor," segir Jan Lockhart forstjóri Apollo resjer. „Við hefðum getað selt þrjú til fjögur þúsund fleiri ferðir í ár en við gerðum ráð fyrir að selja. Á móti fáum við góð verð fyrir þær ferðir eru í boði."
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira