Dýrasti hundur sögunnar keyptur á 70 milljónir 11. september 2009 11:31 Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Fyrra metið átti Labradorhundurinn Lancelot Encore sem kostaði fjölskyldu í Flórída rúmlega 18 milljónir kr. en þess ber að geta að þar var um klónaðan hund að ræða af fyrri Lancelot sem var í eigu sömu fjölskyldu. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Times mun núverandi eigandi Yangtze Fljótið Númer Tvö, frú Wang, hafa leitað í ein tvö ár í Kína að fullkomnu eintaki af þessari hundategund. Er hún fann gripinn var hún staðráðin í að borga hvaða upphæð sem var fyrir hann. Staða Yangtze Fljótið Númer Tvö sem dýrasta hunds sögunnar var svo staðfest þegar ekki færri en 30 limmósínur mættu á Xi´an flugvöllinn til að taka á móti honum við heimkomuna. Þar að auki var búið að safna saman fjölda hundaelskenda með borða sem mynduðu sérstaka móttökunefnd. Hundar eru sívinsælli gæludýr í Kína og af þeim sökum eru ýmsar stórborgir þar í landi nú að íhuga takmarkanir á hundahaldi og banna umgengni hunda á opinberum stöðum. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hundur af tíbetsku kyni með nafnið Yangtze Fljótið Númer Tvö hefur verið seldur konu í Shaanxi héraði í Kína fyrir rúmar 70 milljónir kr. Er hann því dýrasti hundur sögunnar. Fyrra metið átti Labradorhundurinn Lancelot Encore sem kostaði fjölskyldu í Flórída rúmlega 18 milljónir kr. en þess ber að geta að þar var um klónaðan hund að ræða af fyrri Lancelot sem var í eigu sömu fjölskyldu. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Times mun núverandi eigandi Yangtze Fljótið Númer Tvö, frú Wang, hafa leitað í ein tvö ár í Kína að fullkomnu eintaki af þessari hundategund. Er hún fann gripinn var hún staðráðin í að borga hvaða upphæð sem var fyrir hann. Staða Yangtze Fljótið Númer Tvö sem dýrasta hunds sögunnar var svo staðfest þegar ekki færri en 30 limmósínur mættu á Xi´an flugvöllinn til að taka á móti honum við heimkomuna. Þar að auki var búið að safna saman fjölda hundaelskenda með borða sem mynduðu sérstaka móttökunefnd. Hundar eru sívinsælli gæludýr í Kína og af þeim sökum eru ýmsar stórborgir þar í landi nú að íhuga takmarkanir á hundahaldi og banna umgengni hunda á opinberum stöðum.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira