Fótbolti

Markheppni Voronin engu lík í þýska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andriy Voronin bregður á leik eftir sigur Herthu í dag,
Andriy Voronin bregður á leik eftir sigur Herthu í dag, Mynd/GettyImages

Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hefur svo sannarlega slegið í gegn með Hertu Berlin í þýska boltanum. Voronin, sem er á láni frá Liverpool, skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Bayer Leverkusen í dag og sá til þess að Hertha Berlin er áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.

Þetta var áttunda mark Voronin í síðustu sex leikjum en hann hafði heppnina með sér þegar boltinn hrökk af markverði Leverkusen í hann og í netið. Hertha er því áfram með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Ze Roberto, Philipp Lahm og Martin Demichelis skoruðu mörk Bayern Munchen sem vann 3-0 sigur á VfL Bochum og er því áfram í 2. sætinu.

VfL Wolfsburg er með jafnmörg stig og Bayern eftir 4-3 sigur á Schalke 04 á föstudagskvöldið en Hoffenheim datt niður í 4. sætið eftir 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×