Umfjöllun: Vinnusigur Njarðvíkinga gegn Fjölni Ragnar Vignir skrifar 29. október 2009 22:19 Úr leik Fjölnis og Njarðvíkur í kvöld. Mynd/Daníel Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira