Norðmenn ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen 23. september 2009 12:42 Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Bente Nyland forstjóri norsku Olíustofnunnar Noregs segir í samtali við Teknisk Ukeblad að möguleikar séu til staðar að svæðið geti gefið af sér svipað magn af olíu og Troll-svæðið í Norðursjó. Undir Troll-svæðinu fundust 1,4 milljarðar tunna af olíu og þegar vinnslan þar náði hámarki árið 2002 var um 400.000 tunnum af olíu dælt þar upp daglega. Þar að auki liggja rúmlega 60% af öllum gasbirgðum í Norðursjó undir svæðinu. „Við teljum að svæðið sé svokallaður mikrólandfleki með setlög í miðjunni. Þar með eru möguleikar á að olíulindir séu til staðar," segir Nyland sem liggur ekki á þeirri skoðun sinni að eftir engu sé að bíða með að hefjast handa. Samkvæmt Teknisk Ukeblad vill hún hefja leitina eins fljótt og kostur er. Nyland segir að Íslendingar hafi farið of fljótt af stað með útboði á rannsóknar og leitarleyfum á Drekasvæðinu. Bæði fjármálakreppan og fallandi olíuverð geri slíkt ekki aðlaðandi í augnablikinu. Gögn um jarðlögin við Jan Mayen sem Norðmenn hafa undir höndum eru nú orðin 20 ára gömul og fram kemur í blaðinu að áhugavert verði að sjá hvað komi út úr nýjum rannsóknum. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Bente Nyland forstjóri norsku Olíustofnunnar Noregs segir í samtali við Teknisk Ukeblad að möguleikar séu til staðar að svæðið geti gefið af sér svipað magn af olíu og Troll-svæðið í Norðursjó. Undir Troll-svæðinu fundust 1,4 milljarðar tunna af olíu og þegar vinnslan þar náði hámarki árið 2002 var um 400.000 tunnum af olíu dælt þar upp daglega. Þar að auki liggja rúmlega 60% af öllum gasbirgðum í Norðursjó undir svæðinu. „Við teljum að svæðið sé svokallaður mikrólandfleki með setlög í miðjunni. Þar með eru möguleikar á að olíulindir séu til staðar," segir Nyland sem liggur ekki á þeirri skoðun sinni að eftir engu sé að bíða með að hefjast handa. Samkvæmt Teknisk Ukeblad vill hún hefja leitina eins fljótt og kostur er. Nyland segir að Íslendingar hafi farið of fljótt af stað með útboði á rannsóknar og leitarleyfum á Drekasvæðinu. Bæði fjármálakreppan og fallandi olíuverð geri slíkt ekki aðlaðandi í augnablikinu. Gögn um jarðlögin við Jan Mayen sem Norðmenn hafa undir höndum eru nú orðin 20 ára gömul og fram kemur í blaðinu að áhugavert verði að sjá hvað komi út úr nýjum rannsóknum.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira