Þríframlengt í Chicago 1. maí 2009 11:36 John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago í nótt Nordic Photos/Getty Images Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira