Loftið farið að leka úr gullverðsbólunni 7. desember 2009 10:26 Heimsmarkaðsverð á gulli er í niðursveiflu í dag eftir samfelldar hækkanir undanfarnar vikur. Stendur verðið í 1.157 dollara á únsuna í morgun en það fór hæst í rúmlega 1.200 dollara í síðustu viku.Efnahagur Bandaríkjanna virðist kominn í bata sem gæti leitt af sér hærri vexti þarlendis og sterkara gengi dollarans. Þegar dollarinn styrkist lækkar verð á gulli, að því er segir á börsen.dk.„Nokkuð af lofti hefur lekið úr gullverðsbólunni þegar dollarinn virðist ætla að ná til baka nokkru af tapi sinu gagnvar öðrum gjaldmiðlum," segir Yu Kyung Kyu hrávörusali hjá Eugene Investments & Futures í samtali við Bloomberg fréttaveituna. „En það er enn of snemmt að segja til um hvort gullið breyti bjartsýnissveiflu sinni."Olíuverðið hefur farið í öfuga átt við gullið hvað verð snertir og hækkar örlítið í morgun eða um 0,3% og stendur í 75,69 dollurum á markaðinum í New York.Álverðið á markaðinum í London lækkar lítillega í morgun og stendur í 2.136 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Þetta verð fór í 2.144 dollara fyrir helgina og hafði þá ekki verið hærra frá því um mitt sumar í fyrra. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli er í niðursveiflu í dag eftir samfelldar hækkanir undanfarnar vikur. Stendur verðið í 1.157 dollara á únsuna í morgun en það fór hæst í rúmlega 1.200 dollara í síðustu viku.Efnahagur Bandaríkjanna virðist kominn í bata sem gæti leitt af sér hærri vexti þarlendis og sterkara gengi dollarans. Þegar dollarinn styrkist lækkar verð á gulli, að því er segir á börsen.dk.„Nokkuð af lofti hefur lekið úr gullverðsbólunni þegar dollarinn virðist ætla að ná til baka nokkru af tapi sinu gagnvar öðrum gjaldmiðlum," segir Yu Kyung Kyu hrávörusali hjá Eugene Investments & Futures í samtali við Bloomberg fréttaveituna. „En það er enn of snemmt að segja til um hvort gullið breyti bjartsýnissveiflu sinni."Olíuverðið hefur farið í öfuga átt við gullið hvað verð snertir og hækkar örlítið í morgun eða um 0,3% og stendur í 75,69 dollurum á markaðinum í New York.Álverðið á markaðinum í London lækkar lítillega í morgun og stendur í 2.136 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Þetta verð fór í 2.144 dollara fyrir helgina og hafði þá ekki verið hærra frá því um mitt sumar í fyrra.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent